Meðan á uppsetningu stendur getur þú notað músina og lyklaborðið til að flakka um skjáina.
Þú getur flakkað um skjáinn með Tab hnappnum, skrunað í gegnum lista með upp og niður pílunum, opnað og lokað listum með + og - hnöppunum og loks valið eða afvalið hluti með orðabil og Enter hnöppunum.Þú getur einnig notað Alt-X hnappana í stað þess að smella á hnappa eða velja hluti þar sem X er hvaða stafur sem er á skjánum sem er undirstrikaður.
Notið Áfram og Til baka hnappana til að flakka gegnum valmyndirnar. Smellið á Next til að vista upplýsingarnar og halda áfram. Smellið á Back til að fara aftur á fyrri skjá.
Til þess að fela hjálparskjáinn, smellið á Fela hjálp hnappinn
Útgáfuupplýsingarnar innihalda yfirlit yfir þær breytingar sem ekki voru til nógu tímalega til að komast í handbækurnar. Til að skoða þær, smellið þá á Útgáfuupplýsingar hnappinn og nýr skjár mun birtast. Smellið svo á Loka til að loka honum og snúa aftur til uppsetningarinnar.
Þú getur hætt við uppsetninguna hvenær sem er fyrir Uppsetning að hefjast skjáinn. Þegar þú smellir á Áfram á Uppsetning að hefjast mun innsetning pakka hefjast og gögn verða skrifuð á diskinn. Áður en innsetningin hefst er þér óhætt að endurræsa tölvuna með því að ýta á reset hnappinn eða Ctrl-Alt-Del).